← En Rósa finnur banana. Hún getur sjálf náð hýðinu af. Hún fær sér nokkra bita. Svo makar hún banananum á hnéð á sér. 🔊
← Það eru margir í rútunni sem hlæja. En Bói hlær ekki. Honum finnst Rósa vera vitlaus. 🔊
← En Tína segir Bóa alla sólarsöguna. Bói er svo feginn að Tína hefur fundið Rósu að hann kaupir stóran ís handa Tínu. 🔊